Lykilorð
Veldu >
Stillingar
.
Hægt er að velja hvernig síminn notar
aðgangsnúmer og öryggisstillingar í
Almennar
>
Öryggi
>
Sími og SIM-kort
.
Grunnnotkun 17
© 2010-2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
•
PIN-númerið (UPIN) sem fylgir með
SIM-kortinu (USIM) kemur í veg fyrir að
SIM-kortið sé notað í leyfisleysi.
•
PIN2-númerið (UPIN2-númerið), sem
fylgir sumum SIM-kortum (USIM-
kortum), er nauðsynlegt til að hafa
aðgang að tiltekinni þjónustu.
•
PUK- (UPUK-) og PUK2-númer (UPUK2-
númer) kunna að fylgja SIM-kortinu
(USIM-kortinu). Ef þú slærð inn rangt
PIN-númer þrisvar sinnum í röð ertu
beðinn um PUK-númerið. Hafa skal
samband við þjónustuveituna ef þessi
númer fylgja ekki með símanum.
•
Öryggisnúmerið gerir þér kleift að
verja símann gegn óheimilli notkun.
Þú getur búið til og breytt númerinu
og stillt símann á að biðja um
númerið. Haltu númerinu leyndu og á
öruggum stað fjarri símanum. Ef þú
gleymir númerinu og síminn er læstur
þarftu að leita til þjónustuaðila. Því
getur fylgt aukakostnaður og öll gögn
í tækinu þínu gætu eyðst. Nánari
upplýsingar færðu hjá Nokia Care
þjónustuveri eða söluaðilanum.
•
Þegar útilokunarþjónusta er notuð til
að takmarka símtöl í og úr símanum
(sérþjónusta) er lykilorðs útilokunar
krafist.