Nokia C5 00 - Hefðbundinn innsláttur texta

background image

Hefðbundinn innsláttur texta

sýnir hefðbundinn innslátt.

og

sýna hástafi og lágstafi.

sýnir að stór stafur er skrifaður í

upphafi setningar en að öðru leyti er hún

skrifuð með lágstöfum.

sýnir

tölustafi.

Þegar texti er sleginn inn á takkaborðinu

skaltu ýta endurtekið á talnatakka (2-9)

þar til bókstafurinn sem þú vilt nota

birtist. Hver takki inniheldur fleiri stafi en

þá sem eru prentaðir á hann. Ef næsti

stafur er á sama takka og sá sem verið var

að nota skaltu bíða þar til bendillinn

birtist og slá síðan stafinn inn.

Til að slá inn tölustaf skaltu halda

talnatakkanum inni.

Ýttu á # til að skipta á milli stafagerða

(samsetningar há- og lágstafa).

Ef eyða á staf er stutt á hreinsitakkann.

Haltu hreinsitakkanum inni til að eyða

fleiri en einum staf.

Algengustu greinarmerki eru slegin inn

með því að ýta endurtekið á 1 þar til

viðkomandi greinarmerki birtist.

Til að slá inn sérstafi skaltu halda * inni.

Til að slá inn broskarl ýtirðu á *, velur

Fleiri broskarlar

og broskarl.

Til að slá inn bil ýtirðu á 0 . Til að setja inn

línubil ýtirðu þrisvar á 0.