Heimaskjár
Þegar þú hefur kveikt á tækinu og það er
skráð á kerfi birtist tækið á heimaskjánum
og er tilbúið til notkunar.
Ýtt er á hringitakkann til að opna lista yfir
síðustu númerin sem hringt hefur verið í.
Hringt er í talhólfið með því að halda inni
takkanum 1.
Til að nota raddskipanir eða raddstýrða
hringingu skaltu halda hægri
valtakkanum inni.
Skipt er um snið með því að ýta stuttlega
á rofann og velja nýtt snið.
Tengst er við netið með því að halda inni
0.
Til að breyta heimaskjánum skaltu velja
>
Stillingar
og
Almennar
>
Sérstillingar
>
Biðstaða
og úr
eftirfarandi:
Þema biðskjás — Veldu þema
heimaskjásins.
Flýtivísar — Bættu við flýtivísum í forrit
eða atburði eða tengdu flýtivísun við
skruntakka, allt eftir því þema sem valið er
fyrir heimaskjá.