Nokia C5 00 - Segja og spila

background image

Segja og spila

Með Segja og spila er hægt að hefja spilun

með því að nefna til dæmis nafn

flytjandans.
Til að ræsa Segja og spila forritið velurðu

>

Forrit

>

Tónlistarleit

. Þegar

tónninn heyrist skaltu segja nafn

flytjanda, plötuheiti og heiti lagalista eða

nafn flytjanda og heiti lags. Haltu tækinu

í um 20 cm (8 tommu) fjarlægð frá

munninum og talaðu með venjulegri rödd

þinni. Hafðu höndina ekki yfir

hljóðnemanum.
Þegar þú notar Segja og spila í fyrsta

skipti, og þegar búið er að hlaða nýjum

lögum niður í tækið, skaltu velja

Valkostir

>

Uppfæra safn

til að uppfæra

raddskipanir.
Raddskipanirnar byggjast á lýsigögnum

laganna (nafni flytjanda og heiti lags) í

tækinu. Segja og spila styður tvö

tungumál: Ensku og tungumálið sem þú

hefur valið tækinu. Tungumálið sem

lýsigögn lagsins eru rituð á verður að vera

enska eða tungumál tækisins.
Ábending: Til að auka nákvæmni við leit

skaltu nota raddskipanir þegar þú hringir.

Númeravalið aðlagast rödd þinni og notar

hana einnig þegar leitað er að tónlist.